Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 18:54
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Noregsmeistararnir unnu verðskuldaðan sigur á Lazio - Geta skráð sig í sögubækurnar
Ulrik Saltnes fagnar í kvöld
Ulrik Saltnes fagnar í kvöld
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bodo-Glimt 2 - 0 Lazio
1-0 Ulrik Saltnes ('47 )
2-0 Ulrik Saltnes ('69 )

Noregsmeistarar Bodö/Glimt unnu sannfærandi og verðskuldaðan 2-0 sigur á ítalska liðinu Lazio í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á Aspmyra-leikvanginum í Bodö í kvöld.

Heimamenn í Bodö höfðu unnið 27 af síðustu 33 heimaleikjum sínum og mættu fullir sjálfstrausts inn í þennan leik.

Bodö/Glimt var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik. Jens Petter Hauge átti skot snemma leiks sem Christos Mandas varði og þá áttu þeir Patrick Berge og Hauge tvö færi til viðbótar sem fóru í súginn.

Ole Didrik Blomberg fór illa með gott færi eftir sendingu Ulrik Saltnes og í raun ótrúlegt að liðið hafi ekki verið komið í forystu. Eina hættuelga færi Lazio í fyrri hálfleiknum átti Adam Marusic eftir hornspyrnu en Nikita Haikin varði frá honum.

Síðari hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og uppskar Bodö loks mark eftir frábæra sókn. Håkon Evjen tók hlaupið upp völlinn og kom boltanum síðan á vinstri vænginn á Hauge. Hann kom boltanum á Blomberg sem stóð við vítateigslínuna. Blomberg gat skotið sjálfur en valdi að leggja boltann inn á Saltnes sem afgreiddi boltann í vinstra hornið.

Annað mark Saltnes var ekki síðra. Hauge lék á varnarmann Lazio áður en hann lyfti boltanum inn á teiginn á Saltnes sem vippaði honum síðan yfir Mandas og skoppaði boltinn yfir línuna.

Mandas kom í veg fyrir að Saltnes fullkomnaði þrennu sína með góðri vörslu undir lokin. Flott frammistaða hjá Bodö/Glimt sem á nú góðan möguleika á að verða fyrsta norska liðið til að komast í undanúrslit í Evrópukeppni.
Athugasemdir
banner
banner