Eric Cantona, goðsögn hjá Manchester United, segir að Sir Jim Ratcliffe sé að reyna að eyðileggja félagið og hann hafi hafnað tilboði sínu um að reyna að hjálpa við að endurbyggja félagið.
Ratcliffe keypti hlut í Man Utd fyrir nokkru og hann stýrir miklu hjá félaginu um þessar mundir. Cantona er ekki hrifinn.
Ratcliffe keypti hlut í Man Utd fyrir nokkru og hann stýrir miklu hjá félaginu um þessar mundir. Cantona er ekki hrifinn.
„Síðan Ratcliffe kom þá hefur hann reynt að eyðileggja allt en hann og hans menn bera ekki virðingu fyrir neinum," sagði Cantona en Ratcliffe hefur skorið niður hjá félaginu með því að reka mikið af starfsfólki.
„Sálin í félaginu eru ekki leikmennirnir. Allt fólkið í kringum félagið er eins og stór fjölskylda."
Ratcliffe hefur líka sett fram plön um að byggja nýjan leikvang en Cantona er ekki ánægður með þau plön. Hann segir að Old Trafford fylgi mikil sál.
„Ég styð United því ég elska United, en ef ég væri að velja félag núna þá myndi ég ekki velja United," segir Cantona.
Athugasemdir