Tveir táningar létust í hópslagsmálum sem mynduðust fyrir leik Colo Colo í Síle gegn brasilíska liðinu Fotaleza í Copa Libertadores, meistaradeild Suður-Ameríku.
Lögreglan stöðvaði um hundrað manns sem reyndu að komast inn á Monumental leikvanginn í Santiago og við það mynduðust átök.
Lögreglan stöðvaði um hundrað manns sem reyndu að komast inn á Monumental leikvanginn í Santiago og við það mynduðust átök.
Fórnarlömbin voru 13 og 18 ára og létust við það að kremjast við girðingu.
Leikurinn var upphaflega flautaður á en honum var síðan aflýst og þessi harmleikur sem átti sér stað fyrir utan leikvanginn er í rannsókn.
Athugasemdir