Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fös 11. apríl 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía um helgina - Slagurinn um Róm og Inter getur náð sex stiga forystu á toppnum
Inter er með sjö stiga forystu á toppnum
Inter er með sjö stiga forystu á toppnum
Mynd: EPA
Inter er með sjö stiga forystu í titilbaráttunni á Ítalíu þegar sjö umferðir eru eftir og ólíklegt að það verði einhverjar breytingar á því um helgina.

Níu leikir fara fram í 31. umferð deildarinnar um helgina og spilar Napoli, sem er í öðru sæti, ekki fyrr en á mánudag.

Íslendingalið Venezia mætir Monza í botnbaráttuslag á morgun og er sá leikur spilaður í Feneyjum. Inter mætir Cagliari á heimavelli áður en Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce heimsækja Juventus.

Á sunnudag spilar Atalanta við Bologna. Atalanta-menn hafa verið ískaldir undanfarið. Liðið hefur tapað þremur deildarleikjum í röð og um leið skráð sig úr titilbaráttunni.

Albert Guðmundsson og hans menn í Fiorentina spila við nýliða Parma en stærsti leikur dagsins er lokaleikur helgarinnar er Lazio og Roma mætast í Rómarslag. Lazio er í 6. sæti með 55 stig en Roma í sætinu fyrir neðan með 53 stig. Bæði lið eru í baráttu um að komast í Meistaradeildina fyrir næstu leiktíð.

Leikir helgarinnar:

Föstudagur:
18:45 Udinese - Milan

Laugardagur:
13:00 Venezia - Monza
16:00 Inter - Cagliari
18:45 Juventus - Lecce

Sunnudagur:
10:30 Atalanta - Bologna
13:00 Fiorentina - Parma
13:00 Verona - Genoa
16:00 Como - Torino
18:45 Lazio - Roma
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 32 21 8 3 71 31 +40 71
2 Napoli 31 19 8 4 48 25 +23 65
3 Atalanta 31 17 7 7 63 30 +33 58
4 Bologna 31 15 12 4 51 35 +16 57
5 Juventus 31 14 14 3 47 29 +18 56
6 Lazio 31 16 7 8 52 42 +10 55
7 Roma 31 15 8 8 46 31 +15 53
8 Fiorentina 31 15 7 9 49 32 +17 52
9 Milan 32 14 9 9 51 37 +14 51
10 Torino 31 9 13 9 36 36 0 40
11 Udinese 32 11 7 14 36 46 -10 40
12 Genoa 31 9 11 11 29 38 -9 38
13 Como 31 8 9 14 39 48 -9 33
14 Verona 31 9 4 18 30 59 -29 31
15 Cagliari 32 7 9 16 32 46 -14 30
16 Parma 31 5 12 14 37 51 -14 27
17 Lecce 31 6 8 17 22 50 -28 26
18 Venezia 32 4 12 16 25 44 -19 24
19 Empoli 31 4 12 15 24 47 -23 24
20 Monza 32 2 9 21 25 56 -31 15
Athugasemdir
banner