Stuðningsmenn Liverpool fengu þau frábæru tíðindi nú í morgunsárið að Mohamed Salah sé búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.
Núna segir Fabrizio Romano að það sé einnig samkomulag í höfn á milli Liverpool og Virgil van Dijk. Samningur hollenska varnarmannsins átti að renna út eftir tímabilið en hann er að gera nýjan samning til 2027 - líkt og Salah.
Núna segir Fabrizio Romano að það sé einnig samkomulag í höfn á milli Liverpool og Virgil van Dijk. Samningur hollenska varnarmannsins átti að renna út eftir tímabilið en hann er að gera nýjan samning til 2027 - líkt og Salah.
Önnur félög vildu fá Van Dijk en hann ætlar sér að vera áfram í Liverpool.
Van Dijk er 33 ára gamall og hefur leikið með Liverpool frá 2018 við frábæran orðstír. Hann og Salah hafa báðir verið mikilvægir á yfirstandandi tímabili þar sem Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.
Von er á tilkynningu frá Liverpool um Van Dijk fljótlega.
Athugasemdir