Fótboltasamband Suður-Ameríku, Conmebol, hefur formlega beðið um að HM 2030 muni innihalda 64 lið.
FIFA staðfesti í mars að sambandið íhugar að fjölga keppnisþjóðum á HM 2030 í 64 lið í tilefni þess að þá mun heimsmeistaramótið fagna 100 ára afmæli. Ef af þessum hugmyndum verður þá mun rúmlega fjórðungur aðildarlanda FIFA taka þátt í mótinu en þau er 211.
FIFA staðfesti í mars að sambandið íhugar að fjölga keppnisþjóðum á HM 2030 í 64 lið í tilefni þess að þá mun heimsmeistaramótið fagna 100 ára afmæli. Ef af þessum hugmyndum verður þá mun rúmlega fjórðungur aðildarlanda FIFA taka þátt í mótinu en þau er 211.
Mótið 2030 verður haldið í þremur löndum - Spáni, Portúgal og Marokkó - en að auki verða þrír leikir í Argentínu, Paragvæ og Úrúgvæ til að halda upp á að 100 ár verða liðin frá fyrsta mótinu. Það mót var haldið í Úrúgvæ og voru það heimamenn sem báru sigur úr býtum eftir úrslitaleik við Argentínu.
HM 2026 verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 liðum en Conmebol vill fjölga liðum enn frekar fyrir mótið fjórum árum síðar.
„Þetta myndi gefa öllum löndum tækifæri til að upplifa þennan draum og enginn er skilinn út undan," segir Alejandro Dominguez, forseti Conmebol.
Athugasemdir