Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Ummæli Onana komu í bakið á honum - Cherki bestur
Andre Onana
Andre Onana
Mynd: EPA
Rayan Cherki var maður leiksins
Rayan Cherki var maður leiksins
Mynd: EPA
James Maddison var bestur hjá Tottenham
James Maddison var bestur hjá Tottenham
Mynd: EPA
Ummæli Andre Onana um franska liðið Lyon komu hressilega í bakið á honum í kvöld og eru fjölmiðlar sammála um að hann hafi verið slakasti maðurinn í 2-2 jafnteflinu í Frakklandi.

Onana sagði fyrir leik liðanna að United væri mun betra lið en Lyon, ummæli sem féllu ekki í kramið hjá Nemanja Matic, leikmanni Lyon.

Matic sagði Onana einn versta markvörð í sögu United og svaraði Onana um hæl með því að segjast hafa unnið titla með félaginu, annað en Matic.

Onana þurfti að eiga sinn besta leik til þess að líta ekki illa út eftir þessi samskipti þeirra í fjölmiðlum, en í staðinn fór þetta á versta veg fyrir kamerúnska landsliðsmanninn sem átti bæði mistökin í mörkum Lyon.

Sky Sports var nokkuð gjafmilt í einkunnagjöf sinni en hann fær 4 þar. Onana fær hins vegar aðeins 2 í einkunn frá Manchester Evening News og Goal.

Rayan Cherki, leikmaður Lyon, var valinn bestur hjá Sky með 8 í einkunn.

Lyon: Perri (5), Maitland-Niles (6), Mata (5), Niakhate (5), Tagliafico (7), Veretout (6), Tolisso (6), Akouokou (5), Cherki (8), Mikautadze (7), Almada (7).
Varamenn: Lacazette (5).

Man Utd: Onana (4), Mazraoui (7), Maguire (6), Yoro (7), Dalot (7), Ugarte (5), Casemiro (6), Dorgu (7), Garnacho (5), Hojlund (5), Fernandes (7).
Varamenn: Zirkzee (7), Mount (5), Mainoo (6).

James Maddison var maður leiksins hjá Tottenham sem gerði 1-1 jafntefli við Eintracht Frankfurt. Hann, Pedro Porro og Lucas Bergvall fengu allir 8 á meðan Kaua Santos og Hugo Ekitike voru bestir hjá Frankfurt með sömu einkunn.

Tottenham: Vicario (6), Porro (8), Romero (6), Van de Ven (7), Udogie (7), Bergvall (8), Bentancur (7), Maddison (8), Johnson (6), Solanke (7); Son (6).

Eintracht Frankfurt: Santos (8), Theate (6), Koch (6), Ekitike (8), Kristensen (6), Skhiri (6), Larsson (6), Bahoya (6), Brown (6), Gotze (6); Tuta (6).
Varamenn: Chaibi (6)

Einkunnir Chelsea gegn Legia Varsjá eru í boði Goal en miðillinn valdi Noni Madueke besta mann leiksins. Hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri þeirra bláu sem eru svo gott sem komnir í undanúrslit.

Einkunnir Chelsea gegn Legia: Jörgensen (6), Acheampong (7), Adarabiyo (6), Badiashile (7), Gusto (7), James (8), Dewsbury-Hall (6), Palmer (6), Sancho (7), Nkunku (4), George (8).
Varamenn: Colwill (7), Madueke (9), Cucurella (7), Amougou (6), Mheuka (6).
Athugasemdir