Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Fjórða tapið í röð hjá Jóa Berg
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu
Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í sádi-arabíska félaginu Al Orobah töpuðu fyrir toppliði Al Ittihad, 2-0, í 27. umferð deildarinnar í kvöld.

Jóhann Berg lék allan leikinn hjá Al Orubah og var einn af bestu mönnum liðsins. Hann fær 6,8 í einkunn á FotMob.

Blikinn skapaði tvö færi og átti sjálfur þrjár tilraunir fyrir utan teig sem hæfðu ekki markið.

Unai Hernandez og Abdulrahman Al-Obood skoruðu mörk heimamanna sem kom þeim í átta stiga forystu á toppnum.

Al Orobah var hins vegar að tapa fjórða deildarleiknum í röð en liðið situr í 14. sæti með 26 stig þegar sjö umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner