Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Evrópu: Amorim heldur sig við sama lið - Albert á bekknum
Rasmus Höjlund, Bruno Fernandes og Noussair Mazraoui eru í liði United
Rasmus Höjlund, Bruno Fernandes og Noussair Mazraoui eru í liði United
Mynd: EPA
Micky van de Ven og James Maddison byrja hjá Tottenham
Micky van de Ven og James Maddison byrja hjá Tottenham
Mynd: EPA
Albert er á bekknum hjá Fiorentina
Albert er á bekknum hjá Fiorentina
Mynd: EPA
Átta liða úrslit Sambands- og Evrópudeildarinnar halda áfram í kvöld og eru byrjunarliðin komin í hús.

Lyon tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í Frakklandi og er fátt sem kemur á óvart við byrjunarlið United-manna.

André Onana, sem Nemanja Matic kallaði einn versta markvörð í sögu United, er í marki United á meðan Matic er á bekknum hjá Lyon. Rasmus Höjlund leiðir framlínu United og þá er Casemiro á miðsvæðinu með Manuel Ugarte.

Lyon: Perri; Maitland-Niles, Mata, Niakhate, Tagliafico; Akouokou, Veretout; Cherki, Tolisso, Thiago Almada; Mikautadze

Man Utd: Onana; Yoro, Maguire, Mazraoui; Dalot, Casemiro, Ugarte, Dorgu; Bruno Fernandes, Hojlund, Garnacho.

Tottenham fær Eintracht Frankfurt í heimsókn og stillir Ange Postecoglou upp sterku liði. Dominic Solanke, Heung-Min Son og James Maddison byrja allir og þá eru þeir Destiny Udogie og Micky van De Ven í liðinu í stað þeirra Ben Davies og Djed Spence.

Tottenham: Vicario; Pedro Porro, Romero, Van de Ven, Udogie; Bergvall, Maddison, Bentancur; Johnson, Solanke, Son

Frankfurt: Kaua Santos; Kristensen, Theate, Koch, Brown; Shkiri, Larsson, Tuta; Götze, Ekitike, Bahoya.

Í Sambandsdeildinni byrjar Antony, sem er á láni hjá Betis frá Man Utd, gegn Jagiellonia frá Póllandi og er íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson á bekknum hjá Fiorentina sem heimsækir Celje til Slóveníu.




Athugasemdir
banner