Núna klukkan 16:45 hefst fyrri leikur Legia Varsjá og Chelsea í átta-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fer fram í Póllandi.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gerir fimm breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Brentford um síðustu helgi.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gerir fimm breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Brentford um síðustu helgi.
Reece James, Tosin Adarabiyoyo, Malo Gusto, Kiernan Dewsbury-Hall, Jadon Sancho og Christopher Nkunku halda sæti sínu í liðinu.
Cole Palmer kemur aftur inn í byrjunarliðið og þá eru tveir táningar í liðinu; hinn 18 ára gamli Josh Acheampong og hinn 19 ára Tyrique George.
Byrjunarlið Chelsea: Jorgensen; Gusto, Badiashile, Tosin, Acheampong; James, Dewsbury-Hall, George; Palmer, Nkunku, Sancho.
(Varamenn: Sanchez, Cucurella, Colwill, Neto, Fernandez, Madueke, Jackson, Chalobah, Caicedo, Amougou, Rak-Sakyi, Mheuka)
Leikir dagsins
16:45 Legia - Chelsea
19:00 Betis - Jagiellonia
19:00 Celje - Fiorentina
19:00 Djurgarden - Rapid
Athugasemdir