Höjlund kominn með verðmiða - Gibbs-White mun kosta sitt - Fer Saliba frítt eftir tvö ár?
   fim 10. apríl 2025 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Chelsea: Fimm breytingar og tveir táningar byrja
Sancho er í byrjunarliðinu.
Sancho er í byrjunarliðinu.
Mynd: Chelsea
Núna klukkan 16:45 hefst fyrri leikur Legia Varsjá og Chelsea í átta-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Leikurinn fer fram í Póllandi.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gerir fimm breytingar frá markalausa jafnteflinu gegn Brentford um síðustu helgi.

Reece James, Tosin Adarabiyoyo, Malo Gusto, Kiernan Dewsbury-Hall, Jadon Sancho og Christopher Nkunku halda sæti sínu í liðinu.

Cole Palmer kemur aftur inn í byrjunarliðið og þá eru tveir táningar í liðinu; hinn 18 ára gamli Josh Acheampong og hinn 19 ára Tyrique George.

Byrjunarlið Chelsea: Jorgensen; Gusto, Badiashile, Tosin, Acheampong; James, Dewsbury-Hall, George; Palmer, Nkunku, Sancho.
(Varamenn: Sanchez, Cucurella, Colwill, Neto, Fernandez, Madueke, Jackson, Chalobah, Caicedo, Amougou, Rak-Sakyi, Mheuka)

Leikir dagsins
16:45 Legia - Chelsea
19:00 Betis - Jagiellonia
19:00 Celje - Fiorentina
19:00 Djurgarden - Rapid
Athugasemdir
banner