Andre Onana, markvörður Manchester United, hefur líklega óskað sér þess að hafa tjáð sig ekki um Lyon fyrir leikinn í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld, en tvenn mistök markvarðarins kostuðu United.
Onana talaði um það fyrir leikinn að United væri mun betra lið en Lyon og svaraði Nemanja Matic, leikmaður Lyon, honum fullum hálsi með því að kalla Onana einn versta markvörð í sögu United.
Hann var ekkert á því að sanna fyrir Matic að svo væri ekki, en bæði mörk Lyon komu eftir mistök Onana.
Markvörðurinn náði ekki að verja aukaspyrnu Thiago Almada utan af kanti. Boltinn datt beint fyrir hann í teignum, en hann varði hann einhvern veginn yfir sig og í netið.
Annað mark Lyon kom undir lok leiksins er Nico Tagliafico átti skot sem Onana reyndi að grípa, en mistókst herfilega og varði hann í staðinn boltinn beint út á Rayan Cherki sem var ekki í vandræðum með að skora.
Paul Scholes, fyrrum leikmaður United, var í settinu hjá TNT Sports og telur það nánast öruggt að United verði að sækja markvörð í sumar.
„Onana hefur líklega óskað sér að hafa haldið kjafti. Ég er ekki viss hvað hann er að reyna þarna, en þetta eru skelfileg mistök,“ sagði Scholes um fyrra markið.
Hann hélt áfram að tala um Onana eftir leikinn.
„Man Utd ætti að setja það í forgang að fá nýjan markvörð, en þú verður að hugsa um að veskið. Onana gæti þurft samkeppni því ég held að tyrkneski náunginn sé ekki nógu góður. Þetta fer allt eftir fjárhagslegri getu,“ sagði Scholes enn fremur.
Athugasemdir