Þýski þjálfarinn Hansi Flick hefur gert gott mót með Barcelona síðan hann tók við liðinu fyrir tæpu ári síðan en spænska félagið ætlar nú að verðlauna hann með nýjum samningi.
Börsungar hafa undir hans stjórn verið nánast ósigrandi á tímabilinu og er í góðri stöðu um að vinna þrennuna.
Liðið vann 4-0 sigur á Borussia Dortmund í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og með annan fótinn í undanúrslitin ásamt því að vera á toppnum í La Liga og komið í úrslit konungsbikarsins.
Sport segir frá því að stjórn Barcelona er í skýjunum með Flick og hefur þegar rætt við Pini Zahavi, umboðsmann Þjóðverjans, varðandi nýjan samning.
Flick er samningsbundinn Börsungum út næsta tímabil en félagið vill að hann geri langtímasamning.
Athugasemdir