Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 04. febrúar 2019 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu það helsta úr úrslitaleik Fótbolta.net mótsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann Stjörnuna í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins í gær. Leikurinn var fjörugur og dramatískur og fengu bæði lið vítaspyrnu fyrir leikhlé.

Gunnleifur Gunnleifsson varði meistaralega frá Hilmari Árna Halldórssyni sem er ekki þekktur fyrir að klikka á punktinum áður en Thomas Mikkelsen skoraði fyrir Blika.

Bæði lið fengu dauðafæri en það voru Blikar sem höfðu betur að lokum og unnu góðan 2-0 sigur.

Þetta er í fjórða sinn sem Breiðablik vinnur Fótbolta.net mótið.


Athugasemdir
banner
banner