Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Southampton lánar Armstrong til WBA (Staðfest)
Mynd: EPA
Enska B-deildarliðið WBA sótti enska framherjann Adam Armstrong á láni frá Southampton fyrir gluggalok.

Armstrong, sem er 27 ára gamall, skoraði tvö mörk í 20 úrvalsdeildarleikjum með Southampton á tímabilinu.

Hann fékk mörg tækifæri með Southampton og bar fyrirliðabandið tvisvar.

Framherjinn átti risastóran þátt í að koma Southampton upp í úrvalsdeildina á síðasta tímabili. Hann skoraði 24 mörk og lagði upp þrettán í B-deildinni og skoraði sigurmarkið í úrslitum umspilsins gegn Leeds.

Armstrong ákvað að fara aftur niður í B-deildina en hann hefur verið lánaður til WBA út tímabilið. Stærsta ástæðan er að Tony Mowbray er að stýra liðinu, en þeir unnu saman hjá Blackburn Rovers og Coventry.

„Adam passar vel inn í hópinn og hentar leikstíl okkar fullkomlega. Hann er með mikla reynslu úr B-deildinni og sannað sig sem mikill markaskorari,“ sagði Andrews Nestor, yfirmaður íþróttamála hjá WBA.
Athugasemdir
banner
banner