Club Brugge 1 - 3 Aston Villa
0-1 Leon Bailey ('3 )
1-1 Maxim De Cuyper ('12 )
1-2 Brandon Mechele ('82 , sjálfsmark)
1-3 Marco Asensio ('88 , víti)
0-1 Leon Bailey ('3 )
1-1 Maxim De Cuyper ('12 )
1-2 Brandon Mechele ('82 , sjálfsmark)
1-3 Marco Asensio ('88 , víti)
Aston Villa er komið með annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið 3-1 sigur á Club Brugge á Jan Breydel-leikvanginum í Bruges í kvöld. Tvö mistök Brugge á lokamínútunum gætu reynst liðinu afar dýrkeypt inn í síðari leikinn
Belgíska liðið henti óvænt ítalska liðinu Atalanta út í umspilinu og gerði þá ágætis hluti gegn Villa.
Að vísu lenti Brugge undir snemma leiks er Jamaíkamaðurinn Leon Bailey skoraði af stuttu færi eftir frábærlega skipulagða aukaspyrnu.
Youri Tielemans sparkaði boltanum hátt upp í loft og inn á teiginn á Tyrone Mings sem skallaði honum til hliðar á Bailey sem skoraði.
Belgarnir voru ekki lengi að svara fyrir sig eftir laglega sókn. Langur bolti kom út á vinstri vænginn á Christos Tzolis sem vann sig inn í teiginn, lagði hann út á Maxim De Cyuper sem skoraði með þéttingsföstu skoti undir Emiliano Martínez og í netið.
Annars var lítið af dauðafærum restina af fyrri hálfleiknum en í þeim síðari gátu bæði lið tekið öll stigin.
Marco Asensio, sem var ný kominn inn á sem varamaður, neyddi Simon Mignolet í góða vörslu eftir undirbúning Jacob Ramsey og hinum megin gat Hans Vanaken skoraði er hann fékk gott skallafæri í teignum en boltinn framhjá markinu.
Heimamenn í Brugge voru líklegri til að ná í sigurmark þegar lítið var eftir en fengu óvæntan skell þegar Brandon Mechele stýrði fyrirgjöf Morgan Rogers í eigið net sjö mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Útlitið varð svartara aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Tzolis braut á Matty Cash í teignum. Asensio fór á punktinn og skoraði fimmta mark sitt síðan hann kom á láni frá PSG í janúarglugganum.
Frábært kvöld hjá Villa-mönnum sem eru komnir með annan fótinn í 8-liða úrslit en liðin mætast öðru sinni í næstu viku á Villa Park.
Athugasemdir