Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
banner
   þri 04. júní 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skrifar undir sinn fyrsta samning við Stjörnuna
Skoraði í leik með unglingaliði Benfica.
Skoraði í leik með unglingaliði Benfica.
Mynd: Aðsend
Alexander Máni Guðjónsson, sem lék sinn fyrsta keppnisleik með Stjörnunni fyrir rúmri viku síðan, hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við félagið.

Alexander, sem er 14 ára, kom inn á undir lok leiks gegn KA. Hann er unglingalandsliðsmaður sem hefur farið á reynslu til bæði FCK og Benfica. Midtjylland er einnig að fylgjast með Alexander.

Hann hefur skrifað undir samning sem gildir út árið 2026. Hann er sonur fyrrum atvinnumannsins Guðjóns Baldvinssonar.

„Það er bara geggjað að koma inn á fyrir uppeldisfélagið. Pabbi minn er Gaui Bald (Guðjón Baldvinsson) þannig ég ólst upp við að sjá hann spila hérna. Það var frábært að koma inn á og Silfurskeiðin hélt uppi frábærri stemningu. Þannig ég er sáttur með þetta," sagði Alexander við Fótbolta.net eftir leikinn gegn KA.
   27.05.2024 18:30
Stoltur af syninum - „Löngu orðinn betri en ég var nokkurn tímann"

   30.05.2024 10:00
„Pikkum ekki bara einhvern upp úr 2. eða 3. flokki til þess að skreyta okkur með því"

Við undirskrift
„Það hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með Alexander Mána stíga sín fyrstu skref enda ótrúlega spennandi leikmaður sem er með höfuðið rétt skrúfað á og mikill leiðtogi sem er viljugur til að leita allra leiða til að ná sem lengst. Það verður mjög gaman að fylgjast með honum í framtíðinni í bláa búningnum,” sagði Helgi Hrannarr, formaður mfl. ráðs karla.

„Ég er mjög stoltur að skrifa undir við mitt uppeldisfélag og þakklátur fyrir traustið sem þeir hafa sýnt mér. Ég er virkilega spenntur fyrir framhaldinu með Stjörnunni og þeirri vinnu sem er framundan, skíni Stjarnan," sagði Alexander Máni eftir að hafa skrifað undir.

Athugasemdir
banner
banner