Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 04. desember 2014 10:49
Alexander Freyr Tamimi
Leikmannamál
Gary Martin til Chesterfield á reynslu
Gary Martin er á leið til heimalandsins á reynslu.
Gary Martin er á leið til heimalandsins á reynslu.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Gary Martin, framherji KR, mun síðar í mánuðinum halda til enska knattspyrnufélagsins Chesterfield á reynslu. Þetta staðfesti hann við Fótbolta.net.

Chesterfield spilar í League One, þriðju efstu deild Englands, og er þar um miðja deild, fimm stigum frá umspilssæti í Championship deildinni. Þá er liðið enn með í enska bikarnum.

Gary, sem var markahæsti leikmaður Pepsi deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð, mun vera á reynslu hjá félaginu frá 14. til 21. desember. Mun hann æfa með liðinu og auk þess spila æfingaleik gegn Leeds.

,,Ég er mjög spenntur yfir þessu. Chesterfield virkar á mig sem flott félag og þetta er sterkari deild en margir myndu halda. Vonandi tekst mér að heilla þá," sagði Gary við Fótbolta.net í morgun.

,,Þetta kom upp í gegnum umboðsskrifstofuna Catalyst4soccer og ég er þakklátur þeim fyrir að þetta sé að fara að gerast."

,,Auðvitað er ég ennþá samningsbundinn KR, en hver veit hvað gerist ef ég stend mig. Ég mæti allavega þangað með það í huga að gera mitt besta."
Athugasemdir
banner
banner