Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 05. apríl 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
ÍBV og KA víxla á heimaleikjum
ÍBV byrjar á tveimur útileikjum.
ÍBV byrjar á tveimur útileikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍBV og KA hafa náð samkomulagi um það að leikur liðanna í 2. umferð muni fara fram á Greifavellinum á Akureyri.

Leikurinn, sem fram fer í 2. umferð Bestu deildar karla, átti að fara fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum laugardaginn 15. apríl en fer nú fram á Greifavellinum.

Liðin víxla á heimaleikjum og því fer seinni viðureign þeirra í sumar, í 13. umferð, fram á Hásteinsvelli miðvikudaginn 28. júní.

Á mánudag var svo fjallað um að Keflavík hefði óskað eftir því að fá að leika á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina í Reykjanesbæ þegar KR kemur í heimsókn í annarri umferð.

Sú ósk hefur verið uppyllt og er leikstaðurinn nú Nettóhöllin-gervigras.
Athugasemdir
banner
banner