Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 05. júlí 2021 19:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu greiningu Bjarka á þriðja marki Blika - Frábærlega útfært
Viktor Karl átti stóran þátt í markinu
Viktor Karl átti stóran þátt í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Már Ólafsson sem unnið hefur með Heimi Hallgrímssyni hjá Al Arabi undanfarin ár birti myndskeið á Twitter-reikningi sínum í dag.

Bjarki hefur starfað sem leikgreinandi hjá Al Arabi ásamt því að vera í þjálfarateyminu. Hann er kominn langt í þeim fræðum og birti myndskeið af þriðja marki Breiðabliks gegn Leikni á laugardag.

Gísli Eyjólfsson skoraði markið eftir sendingu frá Viktori Karli Einarssyni. Spil Blika í markinu er ansi magnað og rýnir Bjarki í það.

Blikar frá hrós frá honum fyrir hvernig sóknin er framkvæmd. Viktor Karl fær sérstakt hrós fyrir hans þátt í sókninni.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner