
Það fær ekkert stöðvað Fram í Lengjudeild karla; þeir eru gjörsamlega óstöðvandi.
Fram spilaði við Fjölni í kvöld, lið Fjölnis sem hefur verið að gera ágætlega að undanförnu. Fjölnir hafði unnið tvo leiki í röð fyrir leikinn í kvöld, en þeim tókst ekki að ná í þann þriðja í röð.
Þórir Guðjónsson kom Fram yfir þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og undir lokin bætti Guðmundur Magnússon við öðru marki. Framarar hefðu svo sannarlega getað skorað fleiri en 2-0 var lokaniðurstaðan.
Fram er á toppi deildarinnar með níu stiga forskot og án taps. Fjölnir er sex stigum frá öðru sæti, en liðið í öðru sæti - ÍBV - á leik til góða á Fjölnismenn.
Í hinum leik kvöldsins hafði Grótta betur gegn Selfossi á Seltjarnarnesi.
Pétur Theódór Árnason er búinn að vera magnaður í sumar og hann kom Gróttu yfir seint í fyrri hálfleik. Snemma í seinni hálfleik skoraði varnarmaðurinn Arnar Þór Helgason annað mark Gróttu.
Kenan Turudija minnkaði muninn fyrir Selfoss úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik, en lengra komust gestirnir ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Gróttu, sem er í sjötta sæti með 20 stig, tíu stigum frá fallsæti. Selfoss er á vondum stað, liðið er tveimur stigum frá fallsæti og núna á Þróttur - liðið í 11. sæti - leik til góða á Selfyssinga.
Fram 2 - 0 Fjölnir
1-0 Þórir Guðjónsson ('35 )
2-0 Guðmundur Magnússon ('91 )
Rautt spjald: Valdimar Ingi Jónsson, Fjölnir ('86) Lestu um leikinn
Grótta 2 - 1 Selfoss
1-0 Pétur Theódór Árnason ('34 )
2-0 Arnar Þór Helgason ('48 )
2-1 Kenan Turudija ('61 , víti)
Lestu um leikinn
Athugasemdir