Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   mán 06. október 2014 13:04
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa heldur áfram með Fjölni
Ágúst Gylfason (til vinstri).
Ágúst Gylfason (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Þór Gylfason mun halda áfram sem þjálfari Fjölnis á næsta tímabili en hann er með eins árs samning til viðbótar.

Ágúst stýrði Fjölnismönnum upp í Pepsi-deildina í fyrra og undir hans stjórn endaði liðið í 9. sæti í sumar þrátt fyrir að hafa verið í fallhættu fyrir lokaumferðina.

,,Við framlengdum samninginn um tvö ár í fyrra og það hefur ekkert annað verið rætt," sagði Kristján Einarsson formaður knattspyrnudeildar Fjölnis við Fótbolta.net í dag.

Kristján segir að markið sé sett hærra í Grafarvoginum næsta sumar.

,,Við ætlum að styrkja okkur. Við náðum markmiðinu í sumar og markmiðið á næsta ári hlýtur að vera meira en að hanga uppi. Við nennum þessu ekki aftur á næsta ári, að vera með hjartað í buxunum fram í 22. umferð," sagði Kristján og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner