Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 13:30
Elvar Geir Magnússon
Allt önnur ára yfir liðinu með komu Conceicao
Sergio Conceicao í klefanum eftir sigurinn.
Sergio Conceicao í klefanum eftir sigurinn.
Mynd: Getty Images
Það var kátt á hjalla hjá AC Milan í gær þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Inter í úrslitaleik ítalska Ofurbikarsins, eftir að hafa lent tvemur mörkum undir.

Rafael Leao, leikmaður Milan, segir að allt önnur ára sé yfir liðinu eftir að Sergio Conceicao var ráðinn þjálfari fyrir áramótin.

„Þetta var liðsframmistaða. Frábær vinnsla í liðinu. Þegar nýi þjálfarinn kom þá kom önnur ára," sagði Leao en hér má sjá svipmyndir úr leiknum.

Leo hefur skorað sex mörk og átt sjö stoðsendingar í 23 leikjum á tímabilinu. Næsti leikur Milan er gegn Cagliari á San Siro þann 11. janúar en Milan er í áttunda sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner