Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 10:25
Elvar Geir Magnússon
Rashford til í launalækkun fyrir Milan
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford er til í að taka á sig launalækkun til að geta gengið í raðir AC Milan núna í janúarglugganum.

Ítalskir fjölmiðlar segja að ítalska félagið hafi komið til United með lánstilboð sem inniheldur möguleika á að kaupa Rashford eftir tímabilið.

Því er haldið fram að Dane, bróðir Rashford, sé í Mílanó í viðræðum við félagið.

Rashford þénar 14 milljónir evra á tímabili og Tuttosport segir að hann sé tilbúinn að taka á sig launalækkun. Það sé hinsvegar ljóst að Manchester United þurfi að halda áfram að borga hluta af launum leikmannsins ef hann fer á láni í þessum mánuði.

Manchester United hefur möguleika á að sækja sóknarmann úr ítalska boltanum í þessum mánuði en Juventus ku vera tilbúið að hlusta á tilboð í serbneska landsliðsmanninn Dusan Vlahovic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner