Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham tekið þrjá þjálfara í atvinnuviðtöl
Graham Potter.
Graham Potter.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur rætt við Graham Potter og tvo aðra stjóra um að taka við liðinu.

Þetta hefur félagið gert á meðan Julen Lopetegui er enn í starfi. Hann stýrði West Ham á æfingu í dag.

Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sports, segir það ekki víst að Lopetegui muni stýra West Ham í næsta leik sem er á föstudagskvöld gegn Aston Villa í FA-bikarnum.

„Það er illa geymt leyndarmál að West Ham hefur verið að ræða við aðra stjóra," segir Solhekol.

Hann bætir við að West Ham hafi tekið Potter í viðtal og tvo aðra stjóra en þeir eru ekki nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner