Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 09:00
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui rekinn í dag - Ronaldo vill fá Casemiro til sín
Powerade
Lopetegui verður væntanlega rekinn í dag.
Lopetegui verður væntanlega rekinn í dag.
Mynd: EPA
Manchester United gæti gert lánstilboð í Kolo Muani.
Manchester United gæti gert lánstilboð í Kolo Muani.
Mynd: EPA
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Manchester United gæti gert lánstilboð í Kolo Muani og Borussia Dortmund hefur áhuga á Marcus Rashford. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins í boði Powerade.

West Ham ætlar að reka Julen Lopetegui í dag og vonast til að ráða Graham Potter í hans stað. Christophe Galtier, sem stýrir Al Duhail í Katar, er einnig á blaði hjá Hömrunum. (Mail)

Cristiano Ronaldo hefur beðið félag sitt, Al-Nassr í Sádi-Arabíu, um að kaupa Casemiro (32) frá Manchester United. (Mail)

Manchester United er meðal fjölda félaga sem íhuga að gera lánstilboð í Randal Kolo Muani (26), franskan framherja Paris St-Germain. (Telegraph)

Nottingham Forest er í viðræðum um að framlengja samning við brasilíska miðvörðinn Murillo (22) sem er bundinn til 2028. (Athletic)

Borussia Dortmund og Juventus hafa áhuga á enska sóknarmanninum Marcus Rashford (27) hjá Manchester United. Áður hefur verið fjallað um áhuga AC Milan. (Sky Sports)

Manchester City hefur áhuga á egypska framherjanum Omar Marmoush (25) hjá Eintracht Frankfurt en hann er metinn á 50 milljónir punda. City hefur ekki enn gert tilboð. (ESPN/Sky Þýskalandi)

Chelsea vill fá miðjumanninn Kobbie Mainoo (19) frá Manchester United. Mainoo er með samning við United til 2027 en er ósáttur við fyrsta tilboð félagsins um nýjan samning. (Mail)

United er tilbúið að hlusta á alvarleg tilboð í hvaða leikmann sem er. Þar á meðal Mainoo, argentínska kantmanninn Alejandro Garnacho (20) og danska framherjann Rasmus Höjlund (21). (Guardian)

Palmeiras hefur áhuga á að fá brasilíska sóknarmiðjumanninn Andreas Pereira (29) en á enn eftir að ná samkomulagi við Fulham. (Fabrizio Romano)

Manchester United vill fá ungverska vinstri bakvörðinn Milos Kerkez (22) en 40 milljóna punda verðmiði Bournemouth gæti hindað það. (Teamtalk)

Borussia Dortmund fylgist með Carney Chukwuemeka (21), sóknarmiðjumanni Chelsea. (Sky Þýskalandi)

Arsenal hefur áhuga á Nico Williams (22), kantmanni Athletic Bilbao, en mun ekki geta reynt við Spánverjann í þessum mánuði vegna fjárhagslegra þrenginga. (Talksport)

Everton hefur hafið viðræður við Aston Villa um enska kantmanninn Jaden Philogene (22). (Fabrizio Romano)

Crystal Palace og Ipswich ætla að gera betri tilboð í Ben Doak (19), skoska miðjumanninninn sem er á láni hjá Middlesbrough frá Liverpool. (Guardian)

Southampton býst við að fá lægra tilboð í þessum mánuði í enska bakvörðinn Kyle Walker-Peters (27) en samningur hans rennur út í sumar. (Football Insider)

Wolves og Bournemouth hafa áhuga á Renato Veiga (21), portúgölskum varnarmanni Chelsea. (Mail)

Eigendur Liverpool, Fenway Sports, hafa ekki fengið neinar fyrirspurnir um félagið eftir að faðir Elon Musk, Errol, sagði að sonur sinni hefði áhuga á að kaupa Reds. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner
banner
banner