Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tvö félög sem Freyr var orðaður við ráða þjálfara
Hogmö tekur ekki við landsliðinu
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson hefur verið orðaður við þrjú félög á Skandinavíu að undanförnu en tvö af þessum félögum eru að ganga frá þjálfararáðningum í dag.

Hann var orðaður við Bröndby í Danmörku en þeir hafa ráðið Frederik Birk sem þjálfara sinn. Hann var áður aðstoðarþjálfari og hefur stýrt liðinu til bráðabirgða að undanförnu.

Þá er Molde í Noregi að ráða Per-Mathias Hogmö til starfa. Fjölmiðlar í Noregi segja að hann hafi samþykkt tilboð félagsins.

Hogmö hefur einnig verið orðaður við íslenska landsliðið en það er útlit fyrir það að hann taki ekki það starf.

Freyr hefur einnig verið orðaður við Brann í Noregi en þar á eftir að ráða þjálfara. Þá hefur hann auðvitað líka verið orðaður við íslenska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner