Ungverski miðjumaðurinn Dominik Szoboszlai var ekki með Liverpool gegn Manchester United á sunnudaginn þar sem hann var veikur.
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður að því á fréttamannafundi hvort Szoboszlai yrði með á morgun, þegar Liverpool heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
Arne Slot, stjóri Liverpool, var spurður að því á fréttamannafundi hvort Szoboszlai yrði með á morgun, þegar Liverpool heimsækir Tottenham í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
„Hann æfði ekki með okkur í gær. Ef hann æfir í dag þá efast ég allavega um að hann muni byrja leikinn," svaraði Slot.
Hann segir að staðan á leikmannahópnum sé annars góð og allir vilji taka þátt í leiknum á morgun.
Slot var spurður út í samningamál Mohamed Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk en vildi ekkert tjá sig um þau.
Athugasemdir