Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal hefur verið ansi óheppinn með meiðsli á þessu tímabili. Hann hefur misst af síðustu tveimur leikjum Barcelona vegna meiðsla.
Yamal hefur verið gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Hann meiddist í nóvember og um það leiti missti Barcelona flugið eftir frábæra byrjun á tímabilinu.
Hansi Flick vonast til að hann verði klár í slaginn þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í kvöld en leikurinn fer fram í Sádí-Arabíu.
„Hann hefur æft í nokkra daga með liðinu og ég held að hann verði klár í að spila á mótinu. Hann verður til taks gegn Athletic Bilbao," sagði Flick.
Athugasemdir