L’Equipe segir að líklegast sé að goðsögnin Zinedine Zidane muni taka við franska landsliðinu á næsta ári, þegar Didier Deschamps lætur af störfum.
Zidane hefur verið án starfs síðan 2021.
Zidane hefur verið án starfs síðan 2021.
Spænski miðillinn Marca segir að það séu aðeins tvö þjálfarastörf í fótboltaheiminum sem Zidane hefur áhuga á. Annars vegar er það spænska stórveldið Real Madrid og hins vegar franska karlalandsliðið.
Zidane er 52 ára gamall og starfaði sem aðalþjálfari hjá Real Madrid í tvö og hálft ár frá 2016 til 2018 og stýrði liðinu svo aftur í tvö ár frá 2019 til 2021.
Hann hefur unnið spænsku deildina tvisvar sinnum sem þjálfari Real Madrid og Meistaradeildina þrisvar, eftir að hafa sigrað bæði deild og Meistaradeild einnig sem leikmaður hjá Real Madrid þar sem hann lék í fimm ár frá 2001 til 2006.
Athugasemdir