Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 14:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingur ráðinn í þjálfarateymi Norrköping
Pálmar Hreinsson.
Pálmar Hreinsson.
Mynd: Norrköping
Pálmar Hreinsson hefur verið ráðinn sem styrktarþjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping.

Hann tekur við starfinu af Englendingum Jamie Steel.

Pálmar er fimmtugur og spilaði hér á landi með Sindra, Val, Aftureldingu og HK áður en hann fór út í styrktarþjálfun. Í því starfi hefur hann getið af sér gott nafn.

Pálmar hefur á síðustu árum starfað í Svíþjóð hjá AIK, Brommapojkarna, Dalkurd og Djurgården.

Núna tekur hann til starfa hjá Norrköping en um er að ræða mikið Íslendingafélag. Í leikmannahópnum eru Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson og svo er Magni Fannberg yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner