Pálmar Hreinsson hefur verið ráðinn sem styrktarþjálfari sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping.
Hann tekur við starfinu af Englendingum Jamie Steel.
Hann tekur við starfinu af Englendingum Jamie Steel.
Pálmar er fimmtugur og spilaði hér á landi með Sindra, Val, Aftureldingu og HK áður en hann fór út í styrktarþjálfun. Í því starfi hefur hann getið af sér gott nafn.
Pálmar hefur á síðustu árum starfað í Svíþjóð hjá AIK, Brommapojkarna, Dalkurd og Djurgården.
Núna tekur hann til starfa hjá Norrköping en um er að ræða mikið Íslendingafélag. Í leikmannahópnum eru Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson og svo er Magni Fannberg yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.
Athugasemdir