Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 20:26
Elvar Geir Magnússon
Ökklameiðsli að plaga Albert
Albert kom ekkert við sögu gegn Napoli.
Albert kom ekkert við sögu gegn Napoli.
Mynd: Getty Images
La Gazzetta dello Sport segir að Albert Guðmundsson hafi ekki æft með samherjum sínum í Fiorentina í dag og að ökklameiðsli séu að plaga hann.

Albert var ónotaður varamaður í 0-3 tapi gegn Napoli á laugardaginn. Hann átti að koma inn á 60. mínútu leiksins en fann fyrir óþægindum og var því ekki settur inn.

Vonast er til þess að Albert geti spilað í næsta leik, sem er gegn Monza á mánudagskvöldið.

Albert er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og hefur skorað þrjú mörk í átta deildarleikjum en hann hefur verið talsvert á meiðslalistanum, með kálfameiðsli og meiðsli aftan í læri.

Fiorentina er í sjötta sæti A-deildarinnar ítölsku.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 19 14 2 3 30 12 +18 44
2 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 19 11 2 6 33 27 +6 35
5 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 19 7 4 8 23 28 -5 25
10 Roma 19 6 5 8 26 24 +2 23
11 Torino 19 5 6 8 19 24 -5 21
12 Empoli 19 4 8 7 18 22 -4 20
13 Genoa 19 4 8 7 16 27 -11 20
14 Parma 19 4 7 8 25 34 -9 19
15 Verona 19 6 1 12 24 42 -18 19
16 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
17 Cagliari 19 4 5 10 18 32 -14 17
18 Lecce 19 4 5 10 11 31 -20 17
19 Venezia 19 3 5 11 18 32 -14 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner