Framtíð Neymar hjá Al-Hilal í Sádí-Arabíu er í mikilli óvissu en hann hefur lítið getað spilað með liðinu vegna meiðsla.
Neymar gekk til liðs við Al-Hilal frá PSG sumarið 2023 en hann spilaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili áður en hann sleit krossband og var frá út tímabilið.
Hann meiddist fljótlega eftir endurkomu og hefur aðeins tekið þátt í tveimur leikjum á þessari leiktíð. Hann hefur verið orðaður við Inter Miami en þar spila Lionel Messi og Luis Suarez en þeir þrír voru eitt besta sóknartríó á sínum tíma.
„Endurfundurinn með Messi og Suarez yrðu magnaðir. Þeir eru vinir mínir, við tölum enn saman. Það væri gaman að endurvekja þetta tríó. Ég er ánægður hjá Al Hilal, en það er aldrei að vita í fótbolta," sagði Neymar.
Athugasemdir