Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 11:20
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui stýrði æfingu í morgun - Starfið hangir á bláþræði
Julen Lopetegui stjóri West Ham.
Julen Lopetegui stjóri West Ham.
Mynd: EPA
Julen Lopetegui stjóri West Ham stýrði æfingu liðsins í morgun en starf hans hangir á bláþræði.

Einhverjir enskir fjölmiðlar höfðu fullyrt í gær að búið væri að ákveða að reka Lopetegui en svo er víst ekki þó West Ham sé klárlega að ræða það að skipta um stjóra. Félagið hefur beðið Graham Potter um að taka við liðinu og bíður svars, samkvæmt frétt Guardian.

Sæti Lopetegui hefur verið heitt í langan tíma og stjórn West Ham ræddi einnig um stöðu hans fyrir áramót.

Bak við tjöldin hefur verið mikil ólga. Það andar köldu milli Lopetegui og Tim Steidten sem er yfirmaður fótboltamála hjá félaginu. Spánverjinn hefur beðið Þjóðverjann um að halda sér frá æfingasvæði félagsins.

West Ham er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sjö stigum frá fallsæti. Varnarleikur liðsins hefur verið eins og gatasigti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 19 14 4 1 47 19 +28 46
2 Arsenal 20 11 7 2 39 18 +21 40
3 Nott. Forest 20 12 4 4 29 19 +10 40
4 Chelsea 20 10 6 4 39 24 +15 36
5 Newcastle 20 10 5 5 34 22 +12 35
6 Man City 20 10 4 6 36 27 +9 34
7 Bournemouth 20 9 6 5 30 23 +7 33
8 Aston Villa 20 9 5 6 30 32 -2 32
9 Fulham 20 7 9 4 30 27 +3 30
10 Brighton 20 6 10 4 30 29 +1 28
11 Brentford 20 8 3 9 38 35 +3 27
12 Tottenham 20 7 3 10 42 30 +12 24
13 Man Utd 20 6 5 9 23 28 -5 23
14 West Ham 20 6 5 9 24 39 -15 23
15 Crystal Palace 20 4 9 7 21 28 -7 21
16 Everton 19 3 8 8 15 25 -10 17
17 Wolves 20 4 4 12 31 45 -14 16
18 Ipswich Town 20 3 7 10 20 35 -15 16
19 Leicester 20 3 5 12 23 44 -21 14
20 Southampton 20 1 3 16 12 44 -32 6
Athugasemdir
banner
banner
banner