Vinicius Junior, leikmaður Real Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjaldið gegn Valencia á dögunum.
Hann fékk rautt spjald fyrir að ýta í hálsinn á Stole Dimitrievski markvörð Valencia. Real Madrid þarf að borga 700 evru sekt og Vinicius þarf sjálfur að borga 600 evrur. Real ætlar að áfrýja niðurstöðunni.
Þetta bann gildir bara í deildarleikjum svo hann verður til taks þegar Real Madrid mætir Mallorca í spænska Ofurbikarnum á fimmtudaginn.
Hann mun missa af leikjum gegn Las Palmas 19. janúar og Valladolid 25. janúar.
Athugasemdir