Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 12:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tveir öflugir framlengja við Þrótt Vogum
Ólafur Örn Eyjólfsson.
Ólafur Örn Eyjólfsson.
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
Ólafur Örn Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Þrótt Vogum. Samningurinn gildir út næstu leiktíð en hann er fyrirliði Þróttar.

Ólafur er uppalinn hjá HK og uppeldisfélagið hafði áhuga á honum í vetur en hann hefur ákveðið að framlengja við Þrótt.

Á liðnu tímabili skoraði Ólafur þrjú mörk í tólf leikjum í 2. deild. Hann var fyrirliði Þróttara á liðnu tímabili. Hann hefur verið hjá Þrótti undanfarin tvö tímabil.

Á sínum meistaraflokksferli hefur Ólafur, sem er þrítugur, leikið með HK, KV, Fjarðabyggð og Þrótti Vogum. Hann hefur leikið 126 keppnisleiki í meistaraflokki og hefur í þeim skorað níu mörk.

Jón Kristinn Ingason hefur einnig framlengt við Þrótt og gildir nýr samningur hans út leiktíðina 2026. Jón, sem er uppalinn HK-ingur, kom til liðsins fyrir tímabilið 2022.

Jón Kristinn er 23 ára og skoraði tvö mörk í sextán leikjum í 2. deildinni í fyrra, þar sem Þróttur endaði í þriðja sæti og var nálægt því að komast upp um deild.

Athugasemdir
banner
banner
banner