Son Heung-min hefur ekki sýnt sínar bestu hliðar á þessu tímabili og fengið gagnrýni. Hann er með sjö mörk og sex stoðsendingar í 23 leikjum fyrir Tottenham, sem eru umtalsvert lægri tölur frá honum en undanfarin ár.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segist hafa fulla trú á því að Son finni sitt fyrra form og segir að jafnvel Mohamed Salah myndi vera í ströggli ef hann væri hjá Tottenham.
Salah er með 21 mark og 17 stoðsendingar í 27 leikjum fyrir Liverpool og er klárlega einn besti leikmaður heims í dag.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, segist hafa fulla trú á því að Son finni sitt fyrra form og segir að jafnvel Mohamed Salah myndi vera í ströggli ef hann væri hjá Tottenham.
Salah er með 21 mark og 17 stoðsendingar í 27 leikjum fyrir Liverpool og er klárlega einn besti leikmaður heims í dag.
Með orðum sínum vill Postecoglou undirstrika erfiðleikana sem hafa verið hjá Tottenham.
„Fólk verður að sjá hlutina í samhengi. Mo er heimsklassa leikmaður en ef ég myndi setja hann í okkar lið núna er ég ekki viss um að hann myndi spila svona vel. Þú þarft lið sem er að spila vel, skapa færi og er með traustan og stöðugan varnarleik. Þetta er ekki til staðar hjá Tottenham núna. Við treystum á einstaklingframmistöðu," segir Postecoglou.
Tottenham tekur á móti Liverpool klukkan 20 í kvöld, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum deildabikarsins.
Guglielmo Vicario, Cristian Romero, Micky van de Ven, Ben Davies, Destiny Udogie, Wilson Odobert og Richarlison eru allir á meiðslalista Tottenham og þá taka James Maddison og Pape Sarr út leikbann.
Athugasemdir