Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Bournemouth fær tvo unga varnarmenn (Staðfest)
Julio Soler er kominn til Bournemouth.
Julio Soler er kominn til Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur tryggt sér vinstri bakvörðinn Julio Soler sem er 19 ára argentínskur unglingalandsliðsmaður.

Hann kemur frá Atlético Lanus í heimalandinu og er annar leikmaðurinn sem Bournemouth fær í janúarglugganum, eftir varnarmanninum Matai Akinmboni.

Soler byrjaði alla leiki Argentínu á Ólympíuleikunum í París og var valinn í aðalliðshóp Argentínu í október 2024.

Akinmboni er hinsvegar 18 ára bandarískur miðvörður sem kom til Bournemouth á dögunum frá DC United.



Athugasemdir
banner
banner
banner