Danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby hefur tilkynnt að Frederik Birk hafi verið ráðinn sem aðalþjálfari og hafi skrifað undir langtímasamning.
Birk er 35 ára og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu og svo bráðabirgðaþjálfari frá því í desember þegar Jesper Sörensen var látinn fara.
Birk er 35 ára og var aðstoðarþjálfari hjá liðinu og svo bráðabirgðaþjálfari frá því í desember þegar Jesper Sörensen var látinn fara.
Freyr Alexandersson kom til umræðu í fjölmiðlum í þjálfaraleitinni hjá Bröndby.
„Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að stýra Bröndby og ég hlakka til að takast á við hana. Bröndby hefur mikla þýðingu fyrir mig og ég er stoltur af því að taka þetta starf," segir Birk sem náði góðum úrslitum meðan hann var bráðabirgðaþjálfari.
Það er vetrarhlé í dönsku úrvalsdeildinni en Bröndby, sem er í fimmta sæti og sex stigum frá toppliði FCK, leikur gegn Viborg þann 14. febrúar.
Athugasemdir