Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 23:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Vorum betri á öllum öðrum sviðum leiksins
Mynd: EPA
Mikel Arteta var að vonum svekktur eftir 2-0 tap liðsins á heimavelli gegn Newcastle í undanúrslitum enska deildabikarsins í kvöld.

Arsenal fékk mikið af tækifærum til að skora en náðu lítið að ógna Martin Dubravka í marki Newcastle.

„Það var stærsti munurinn á liðunum. Við vorum betri á öllum öðrum sviðum leiksins," sagði Arteta.

„Þeir skoruðu tvö mörk og ég hrósa þeim fyrir að vinna leikinn svona. Það er alltaf erfitt þegar við höfum klúðrað færum og fáum svo á okkur mark. Liðið svaraði og við fengum tækifæri til að búa eitthvað til en þeir vörðu teiginn mjög vel."

„Við getum tekið betri ákvarðanir. Við fengum færi einn á móti markmanni og í undanúrslitum verðum við að vera klínískari."

Arteta er ekki búinn að setja árar í bát en hann er sannfærður um að liðinu tekst að snúa blaðinu við þann 5. febrúar þegar seinni leikurinn fer fram á St. James' Park.

„Við erum svekktir þar sem við vildum vinna. Ég hef fulla trú, ég ef séð liðið mitt spila á móti þeim, ég hef trú á því að við getum klárað þetta," sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner