Juventus keypti brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz frá Aston Villa síðasta sumar og kostaði hann rúmlega 50 milljónir evra í heildina en hefur ekki tekist að finna taktinn í ítalska boltanum.
Luiz var lykilmaður í liði Aston Villa á síðustu leiktíð og greinir Sky Sports frá því að hann sé eftirsóttur af minnst tveimur enskum úrvalsdeildarfélögum.
Ensku félögin eru talin vilja gera lánssamning við Juventus með kaupmöguleika fyrir Luiz en ítalska félagið vill einungis hafa kaupskyldu með í samningnum.
Ekki er tekið fram hvaða félög eru áhugasöm um Douglas Luiz, en Arsenal var mjög áhugasamt í fyrra.
Athugasemdir