Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dewsbury-Hall eitt helsta skotmark West Ham í janúar
Mynd: EPA
West Ham United hefur mikinn áhuga á Kiernan Dewsbury-Hall, 26 ára miðjumanni Chelsea. Hann er sagður vera eitt helsta skotmark félagsins til að styrkja hópinn sinn í janúarglugganum.

Dewsbury-Hall var keyptur til Chelsea síðasta sumar fyrir 30 milljónir punda eftir að hafa verið lykilmaður í liði Leicester City undanfarin ár.

Miðjumaðurinn kröftugi hefur ekki verið í byrjunarliðsáformum Enzo Maresca í ensku úrvalsdeildinni, en hann spilar þó alla leiki liðsins í Sambandsdeildinni og öðrum bikarkeppnum. Það var Maresca sjálfur sem heimtaði að kaupa Dewsbury-Hall til Chelsea eftir að hafa þjálfað hann hjá Leicester.

Vandamálið hjá West Ham er að félagið eyddi miklum fúlgum fjárs í nýja leikmenn síðasta sumar og þarf að fara varlega á leikmannamarkaðinum til að brjóta ekki fjármálareglur enska boltans. Því er talið afar líklegt að Hamrarnir munu reyna að fá Dewsbury-Hall lánaðan á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner