Spænski Ofurbikarinn hefst í dag með undanúrslitaleik Athletic Bilbao og Barcelona. Keppnin fer fram í Sádí-Arabíu.
Bilbao vann spænska bikarinn í fyrsta sinn í 40 ár á síðustu leiktíð og vann sér um leið þátttökurétt í Ofurbikarnum.
Barcelona er í miklu veseni þessa dagana þar sem Dani Olmo og Paau Victor fá ekki pláss í hópnum en liðið vonast til að ýta því til hliðar og vinna sinn fyrsta titil á árinu.
Barcelona er sigursælasta lið keppninnar með 14 titla.
SPAIN: Supercup
19:00 Athletic - Barcelona
Athugasemdir