Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford í viðræðum við Milan - Ræða við fleiri félög
Mynd: EPA

Marcus Rashford, leikmaður Man Utd, er mjög eftirsóttur en umboðsmaðurinn hans fer í viðræður við Milan í dag.


Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Rashford, flýgur til Ítalíu í dag en félagið skoðar að fá enska sóknarmanninn á láni.

Rashford er ekki inn í myndinni hjá Ruben Amorim en leikmaðurinn sjálfur hefur talað um að hann vilji fá nýja áskorun.

Fabrizio Romano greinir frá því að hann muni skoða sína möguleika og ræða við Dortmund á næstu dögum ásamt fleiri félögum. Einnig hefur verið talað um áhuga Juventus.


Athugasemdir
banner
banner
banner