Chelsea ætlar að reyna selja nokkra leikmenn í janúar til að kaup Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace.
Guehi er einn af mörgum miðvörðum sem Chelsea hefur áhuga á en félagið hefur rætt við Palace um verðmiðann á enska varnarmanninum..
The Telegraph segir frá því að Chelsea sé tilbúið að hlusta á tilboð í Kiernan Dewsbury-Hall, Carney Chukwuemeka og Axel Disasi.
Þá er Christopher Nkunku opinn fyrir því að yfirgefa félagið annað hvort í janúar eða í sumar.
Athugasemdir