Emmanuel Adebayor hefur tjáð sig um árásina sem var gerð á liðsrútu Tógó rétt fyrir Afríkukeppnina 2010. Að minnsta kosti einn úr starfsliðinu hafði orðið fyrir skoti þegar Adebayor hringdi í ólétta unnustu sína með sína hinstu ósk.
„Hlustaðu á mig, ef þetta verður strákur skaltu skíra hann Junior Emmanuel. Ef þetta er stelpa vil ég að hún muni heita Princess Emmanuella," sagði Adebayor og hún svaraði: „Af hverju? Af hverju ertu að segja mér þetta."
Fimmtán ár eru frá þessari árás sem var í Angóla en Adebayor, sem er 40 ára, segir að hún hafi haft mikil áhrif á sig.
„Hlustaðu á mig, ef þetta verður strákur skaltu skíra hann Junior Emmanuel. Ef þetta er stelpa vil ég að hún muni heita Princess Emmanuella," sagði Adebayor og hún svaraði: „Af hverju? Af hverju ertu að segja mér þetta."
Fimmtán ár eru frá þessari árás sem var í Angóla en Adebayor, sem er 40 ára, segir að hún hafi haft mikil áhrif á sig.
„Ég lærði að maður þarf að njóta hverrar stundar eins og hún sé manns síðasta. Maður veit aldrei hvenær hún kemur," segir Adebayor en árásarmennirnir voru aðskilnaðarsinnar í Angóla.
„Þetta var eins og að vera í kvikmynd. Árásarmennirnir voru klæddir eins og ninjur, maður gat ekki séð augun á þeim. Þeir voru með hnífa, handsprengjur, AK47, skammbyssur."
Rútubílstjórinn slasaðist alvarlega snemma í árásinni og gat ekki keyrt liðið í burtu. Árásin stóð yfir í að minnsta kosti hálftíma en markvörðurinn Kodjovi Obilale var á meðal þeirra sem urðu fyrir skoti.
„Hann var klæddur í hvítan bol, stóð upp og hann var allur orðinn rauður," segir Adebayor en Obilale hefur verið lamaður fyrir neðan mjaðmir. Að lokum var leikmönnunum bjargað úr rútunni og þeir fluttir á sjúkrahús .
Tveir úr starfsliðinu létust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúinn Stanislas Ocloo sem lést beint fyrir framan Adebayor á sjúkrahúsinu.
„Ég var að reyna að stappa í hann stálinu þegar ég tók eftir því að hann var skyndilega hættur að hreyfa höfuðið. Hann hætti að svara mér. Ég sá manneskju deyja beint fyrir framan mig."
Adebayor lagði skóna á hilluna 2023 en hann lék meðal annars með Arsenal, Manchester City og Tottenham.
Athugasemdir