Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 11:30
Elvar Geir Magnússon
Deschamps: Góður tímapunktur til að hætta
Deschamps stýrði franska landsliðinu til sigurs á HM 2018.
Deschamps stýrði franska landsliðinu til sigurs á HM 2018.
Mynd: Getty Images
Didier Deschamps mun hætta sem landsliðsþjálfari Frakklands eftir HM sem haldið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Frakkland vann HM 2018 undir stjórn Deschamps og hefur verið í fremstu röð í boltanum síðan hann tók við stjórnartaumunum 2012. Enginn hefur stýrt franska liðinu lengur.

„Þessu mun ljúka 2026, það er mjög skýrt í huga mér," segir hinn 56 ára gamli Deschamps.

„Þetta verður góður tímapunktur til að hætta. Ég hef verið með sama neista og ástríðu í að halda Frakklandi á hæsta stigi allan þennan tíma. Það verður líf eftir þetta. Mikilvægast fyrir Frakkland er að halda sér á toppnum, þar sem liðið hefur verið svo lengi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner