Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   mið 08. janúar 2025 10:40
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Steinsen snýr aftur í Fylki (Staðfest)
Lengjudeildin
Bjarki Steinsen Arnarsson.
Bjarki Steinsen Arnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn nítján ára gamli Bjarki Steinsen Arnarsson er kominn aftur í uppeldisfélag sitt Fylki.

Bjarki er snöggur kantmaður sem hefur spilað með 2. flokki FH síðustu tvö ár án þess að fá tækifæri með aðalliðinu í mótsleik.

Bjarki hefur verið í æfingahópum hjá yngri landsliðum og lék með Fylki í Lengjubikarnum 2022.

Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni í fyrra en Árni Freyr Guðnason, sem gerði frábæra hluti hjá ÍR, tók við liðinu og stýrir því í Lengjudeildinni í sumar.

Fréttin hefur verið uppfærð
Athugasemdir
banner
banner
banner