Sevilla var búið að ná samkomulagi við brasilíska sóknarmanninn Juninho Vieira um að hann myndi ganga til liðs við félagið frá Qarabag en leikmaðurinn hætti við á síðustu stundu.
Félagaskiptin voru nálægt því að ganga í gegn en félögin áttu aðeins eftir að binda saman nokkra lausa enda þegar leikmaðurinn fékk enn betra tilboð frá Flamengo í heimalandi sínu.
Hann ákvað því að hafna tilboði Sevilla og mun fara til Brasilíu.
Juninho er uppalinn hjá Atlético Paranaense en hann gekk til liðs við Qarabag frá portúgalska liðinu Chaves árið 2023. Hann skoraði 42 mörk í 80 leikjum fyrir Qarabag.
Athugasemdir