Fallið er hátt hjá Guangzhou FC, sigursælasta félagi kínverska fótboltans. Liðinu hefur verið bannað að taka þátt í atvinnumannakeppnum í Kína vegna slæmrar skuldastöðu.
Félagið var Asíumeistari tvívegis á þremur árum 2013-2015. Á þeim tíma endaði liðið í fjórða sæti á HM félagsliða, gerði samstarfssamning við akademíu Real Madrid og kynnti áætlanir um að byggja 100 þúsund manna leikvang.
Félagið var Asíumeistari tvívegis á þremur árum 2013-2015. Á þeim tíma endaði liðið í fjórða sæti á HM félagsliða, gerði samstarfssamning við akademíu Real Madrid og kynnti áætlanir um að byggja 100 þúsund manna leikvang.
Guangzhou skaust til frægðar og frama eftir að fasteignafyrirtækið China Evergrande keypti félagið árið 2010, þegar það var í kínversku B-deildinni.
Marcello Lippi, sem gerði Ítalíu að heimsmeistara, var ráðinn og síðar Luiz Felipe Scolari, sem stýrði Brasilíu til sigurs á HM. Fjármagni var dælt í félagið og árangurinn lét ekki á sér standa, titlarnir hrönnuðust inn
Á þessum tíma voru fleiri félög í Kína að eyða háum fjárhæðum og stórstjörnur léku í deildinni. En hlutirnir breyttust fljótt þegar skattur var settur á svo stór leikmannakaup urðu gríðarlega dýr. Þá var launaþak sett á og styrktaraðilum bannað að nefna félögin eftir sér. Guangzhou Evergrande, eins og liðið hét, var endurskírt sem Guangzhou FC.
Evergrande fyrirtækið lenti í miklum fjárhagserfiðleikum vegna Covid-19 faraldursins og varð gjaldþrota 2022. Guangzhou lenti þá í mikilli krísu, hætt var við byggingu vallarins og leikmenn voru seldir. Liðið féll svo ári síðar.
Athugasemdir