Ronaldo vill fá Casemiro til Sádi-Arabíu - Man Utd gæti gert lánstilboð í Kolo Muani - Dortmund hefur áhuga á Rashford
   þri 07. janúar 2025 23:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Valencia síðasta liðið inn í 16-liða úrslitin
Mynd: EPA
Eldense 0 - 2 Valencia
0-1 Sergi Canos ('9 )
0-2 Diego Lopez Noguerol ('39 )

Valencia var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum spænska bikarsins eftir sigur á Eldense sem leikur í næst efstu deild.

Sergi Canos kom Valencia yfir snemma leiks. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn heilt yfir en Diego Lopez bætti öðru marki Valencia við undir lok fyrri hálfleiks.

Liðið hefði hæglega getað bætt við fleiri mörkum í seinni hálfleik en lokatölur urðu 2-0.

Valencia er í fallbaráttu í La Liga en liðið undirbýr sig núnaa fyrir útileik gegn Sevilla í deildinni um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner